Meðal helstu verkefna LOCAL lögmanna er sérhæfð ráðgjöf á sviði tækni- og hugverkaréttar, þar á meðal gerð og yfirferð samninga um afnot hugbúnaða, einkaleyfa, vörumerkja og hönnunar.
Við höfum yfirgripsmikla reynslu af gerð alþjóðlegra hugbúnaðarsamninga og vernd hugverka á alþjóðavettvangi. Þjónusta okkar tryggir viðskiptavinum okkar öfluga vernd og hámarks ávinning, enda geta hugverkaréttindi verið mikilvægur hluti af verðmæti fyrirtækja. Þá getur verið sérstaklega mikilvægt að sýna fram á trygga vernd hugverka þegar kemur að kaupum og samruna fyrirtækja.
Sérfræðingar okkar í tæknirétti búa yfir víðtækri reynslu af gerð fjölbreyttra hugverka- og upplýsingatæknisamninga, hvort sem það tengist viðskiptalegum þáttum eða réttarvernd hugverka. Þessi þekking hefur reynst ómetanleg í verkefnum okkar og stuðlar að farsælum árangri fyrir viðskiptavini.
eða hafa samband:
local@locallogmenn.is