Guðmundur Daníel Erlendsson er laganemi á öðru ári við Háskólann í Reykjavík. Þá stundar hann einnig söngnám við FÍH. Guðmundur er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og meðfram námi stundaði hann einnig nám í klassískum og rythmískum píanóleik við Tónlistarskóla Kópavogs.

Guðmundur hefur starfað sem golfkennari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og sem sölumaður hjá Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar.

Áhugamál Guðmundar eru fjölmörg en þar ber hæst mikill áhugi á tónlist og golfi.