LOCAL lögmenn hafa yfirgripsmikla þekkingu á sviði persónuverndar og veita lögaðilum ráðgjöf um réttindi þeirra og skyldur í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og aðstoð með framfylgni við persónuverndarlög. Jafnframt hefur stofan sinnt hagsmunagæslu fyrir einstaklinga gagnvart ólögmætri notkun persónuupplýsinga.

Meðal verkefna okkar á sviði persónuverndar eru:

  • Ráðgjöf til lögaðila varðandi vinnslu persónuupplýsinga og réttindi og skyldur samkvæmt persónuverndarlögum
  • Starf persónuverndarfulltrúa fyrir fyrirtæki og stofnanir
  • Innleiðing ferla og aðgerða hjá lögaðilum til að framfylgja kröfum persónuverndarlaga varðandi vinnslu persónuupplýsinga, þ.á.m.:
    • gerð vinnsluskráa, persónuverndarstefna og verklagsreglna
    • gerð vinnslusamninga milli ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
    • ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd („MÁP“)
  • Úttekt hjá lögaðilum á framfylgni við kröfur persónuverndarlaga
  • Hagsmunagæsla vegna erinda frá Persónuvernd